26.5.2008 | 07:56
Ég var á leiknum og þetta íslenska lið er stórskemmtilegt!
Skömm frá því að segja að þetta var í fyrsta sinn sem ég fór á handboltaleik með landsliðinu ... og það í Madrid :) Íslenska liðið átti gríðarlega skemmtilega spretti fannst mér en voru kannski full kurteisir í vörninni. Kannski erfitt að vera ágengur þegar dómararnir eru að passa að spænska landsliðið tapi ekki fyrir framan næstu kynslóð handboltans á Madrid-svæðinu (tugum unglinga-handboltaliða var boðið á leikinnn). Það er svo sem góðra gjalda vert, en þó ég hafi ekki mikið vit á handbolta þá sá ég að margir dómar þarna, sérstaklega varnarbrot Íslendinga, voru auðvitað djók :)
Skítt með tapið, þetta var stórskemmtilegur leikur, og íslenska liðið miklu líflegra. Óli Stef er algert goð á svæðinu, það var fagnað í höllinni þegar hann skoraði (hann tók því reyndar rólega í þessum leik) og það þurfti öryggisverði til að bjarga honum inn í klefa eftir leikinn eftir áritanir og myndatökur.
Fjölskyldan er algerlega raddlaus í dag eftir átökin ... enda heyrðist mér að við við, Palli og Hörður og fjölskylda værum einu Íslendingarnir í húsinu :)
Vörnin er áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.