er - Hausmynd

er

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Af barnalegum populisma og spillingu í íslenskri pólitík

Bara til að forða misskilningi ... að þó ég hafi hér bloggað um kosningar, þá held ég að það sé fullkomlega fjarstæðukennt að halda þær strax. Vantrausttillaga stjórnarandstöðunnar er eitt það allra barnalegasta sem ég hef séð í pólitík lengi. Populismi af verstu sort. Ég held hins vegar að hægt væri að kaupa frið með því að boða til vorkosninga strax.

Kosningar eiga að vera í apríl eða maí, þá hafa allir hópar tækifæri til að safna liði og mynda ný framboð. Ég trúi ekki öðru en að það verði fjöldi framboða í gangi til hliðar við gamla fjórflokkinn. Það verður að mynda nýja kjölfestu í íslenskri pólitík, nýja kjölfestu sem er fullkomlega óháð þeim öflum sem nú sitja á þingi. 

Vorkosningar gætu líka verið e-s konar millikosningar (þar sem sérfræðingastjórnin héldi áfram tímabundið um taumana), sem væru einungis hugsaðar til að koma í gegn stjórnarskrárbreytingum til breytinga á kosningakerfinu, svo að þjóðin geti kosið um tillögur að nýju kerfi sem þjónar fólkinu í landinu en ekki hreppapólitíkinni sem stjórnar öllu á þessu landi. Ég hef oft bloggað um hvernig kerfi ég vil sjá

Um leið og boðað væri til kosninga, væri hægt að setja upp e-s konar bráðabirgða-sérfræðingastjórn í stað núverandi Ríkisstjórnar fram að kosningum. Það hefur ekkert með það að gera hvort Ríkisstjórnin hafi gert mistök í aðdraganda málsins, heldur einungis það að það fólk sem þar starfar er ekki hafið yfir allan vafa. Einungis sú staðreynd að Seðlabankastjóri hafi ekki verið látinn víkja, segir manni að það sé eitthvað "fishy" í gangi á bakvið tjöldin. Uppljóstranir Bjarna Harðarsonar um hvernig hlutirnir gerast bakvið tjöldin og "flokksmaskínurnar", svipta hulunni af gerspiltu umhverfi í íslenskri pólitík. Á þessu stigi snýst þetta ekki um sekt, heldur traust. 

Ríkisstjórnin verður að víkja í heild sinni sem allra allra fyrst!


Jæts!! Er Össur að grínast með þessari árás?

http://eyjan.is/goto/ossur/  (fann ekki beinan link í greinina um Gísla Martein og hlut hans í REI)

Hvað gengur manninum eiginlega til?  Burtséð frá hvað GMB hefur gert eða ekki gert af sér í borgarmálunum þá er þetta ein svæsnasta árás sem ég hef séð í bloggheimum.  Þetta þætti svæsið á nafnlausum slúðurvefum, en þegar þetta kemur frá ráðherra í Ríkisstjórnar Íslands. 

Mér hefur alltaf fundist Össur skemmtilegur stjórnmálamaður en þarna finnst mér hann afhjúpa sinn minni mann og fara gjörsamlega yfir strikið.  Þetta bara hlýtur að koma í bakið á stjórnmálaferli Össurar ... eða eins og einhver í hans flokki sagði við annað tilefni: "svona gerir maður bara ekki!"

 


Neytandi í neyð...

Af hverju er enginn (raunhæfur) vettvangur fyrir mig í þau fjöldamörgu skipti þegar ég tel að þjónustuaðilar svíni á mig ....or for that matter, þegar ég fæ sérstaklega góða þjónustu?

Fasteignaskrifstofa er að svína á mig þessa dagana, ráðleggingar þeirra síðustu 2 vikur hafa kostað mig beint a.m.k. 50þús kall og ekki er útséð um hvar sú upphæð endar.   Afleiðingar ráðlegginganna voru fyrirséðar fyrir alla sem eru eldri en tvævetur í þessum bransa og augljóst fyrir mig núna, eftir að ég hef kynnt mér málin í þaula.

Á ég að ...

  • ... taka á mig þennan kostnað þegjandi og hljóðalaust? Til viðbótar ca milljón sem stofan er búinn að fá í sölulaun fyrir þessar tvær íbúðir sem málið snýst um?
  • ... vera beiski bloggarinn og gera allt vitlaust á blogginu?
  • ... hringja í gamla félaga sem eru blaðamenn?
  • ... hringja í gamla félaga sem eru lögfræðingar?
  • ... vera ekkert, eins og allir aðrir!?

Tvíbent stjórnarsamstarf fyrir báða flokka?

Að því gefnu að megin-markmið stjórnmálaflokka sé að ná í fleiri atkvæði og meiri völd, þá velti ég því fyrir mér hvort þetta stjórnarsamstarf sé nokkuð tvíbent fyrir báða flokka?

Ef Samfylkingin nær að þykkja vinstri pakkann í þessari ríkisstjórn og láta líta út fyrir að 4 (2?) árum liðnum að jöfnuður hafi aukist, væri hún þá ekki um leið búin að milda ásýnd Sjálfstæðisflokksins?  Hvernig verður fyrir Samfylkinguna að stilla sér upp sem höfuð-mótvægi slíks flokks í næstu kosningum?  Væri Samfylkingin þá ekki búin að reka heim í Valhöll alla týndu Sjálfstæðissauðina sem flúðu á fjöll undir "harðlínustefnu" Davíðs?

Sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn.  Er ekki stórvarasamt að hleypa "höfuðandstæðingum" í stjórn á mesta góðæristíma í Íslandssögunni?  Nú loksins getur Samfylkinging látið til sín taka,  skerpt á stefnumálum og alið upp leiðtoga sem allt í einu spretta upp sem alvöru forystusauðir í næstu kosningum.  Þarna gæti Samfylkingin auðveldlega orðið credible valkostur við Sjálfstæðisflokkinn og hugsanlega 40% flokkur í næstu kosningum, val um vinsti stjórn?

Spurning hversu stapíl stjórnin verður þegar fólk áttar sig á þessum vinkli þegar líða tekur á kjörtímabilið :)  


Augljóst move - hann gengur í sjálfstæðisflokkinn innan 3 ára :)

Hverjum datt í hug að Bingi tæki við formannsstólnum núna?  Hann er ennþá baráttuhetjan úr borgarstjórakosningunum, eini framsóknarmaðurinn með e-r völd í landinu.  Hann bíður bara af sér óveðrið, leitar skjóls í bitlingabúri borgarinnar ...  lætur lítið fyrir sér fara og verður svo formaður næst þegar vel viðrar í flokknum og hann langar í meiri action :) ...... eða laumar sér á næstu 3 árum undir verndarvæng Sjálfstæðisflokkinns og tryggir sér sess meðal næstu valdakynslóðar þar? :)
mbl.is Stingur upp á Valgerði í embætti varaformanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband