er - Hausmynd

er

Afsögn og afsökunarbeiðni .. engan pólitískan útúrsnúning!

Fyrst af öllu heldur maður niðri sér andanum yfir afdrifum fólksins sem lendir í þessum harmleik og biður þess að afleiðingarnar verði betri en fréttin gefur til kynna ...

... en args ég verð svo fúríus þegar embættismannahálvitaháttur kostar mannlega harmleiki!! Ég fór um Reykjanesbrautina í grenjandi rigningu og myrkri þegar ég í heimsókn heim í janúar og var feginn að sleppa lifandi í bæinn á litlum bíl. Hvenær er nóg komið?? Hvort skiptir meira máli að koma í veg fyrir slys eða standast tilskipanir Evrópusambandsins um útboð á opinberum framkvæmdum. Þetta er svo augljóst dæmi um algeran aumingjaskap og framtaksleysi hjá opinberum aðilum.

Sá sem ber ábyrgð á því að þessar framkvæmdir stoppuðu (það eru !engar! málsbætur að fyrirtækið hafi farið á hausinn!!) á að segja af sér strax! Mér er slétt sama hvort það er maður númer 3, 2 eða Samönguráðherra ... við erum með fólk í vinnu við að sjá um að svona hlutir séu í lagi og ég vil nýtt fólk ef það getur ekki séð um að svona augljósar og langvinnar slysagildrur séu fjarlægðar.


mbl.is Reiður út í þá sem bera ábyrgð á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hundshausinn

Rólegur...

Hundshausinn, 9.4.2008 kl. 21:08

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ekkert vera rólegur! það þarf að vekja þessa þjóð upp í reiði. valdhafa halda að þeir geti komist upp með allt!

Þrlsótti þjóðarinnar er ekki horfin og þá staðreynd er notuð til hins ýtrasta með málskrúði og misnotkun á orðum..og virðist takast ágætlega..

Annars er ég bannlýstur á mörgum stöðum fyrir að umorða oraleiki valdhafa.. 

Óskar Arnórsson, 9.4.2008 kl. 21:15

3 Smámynd: Ég

osa... mér finnst þú nú full róleg(ur?) yfir þessu :)  Las færsluna hjá þér út af þessari frétt... þetta er nefnilega ekki bara enn eitt slysið ... heldur slys sem er búið að öskra boð á undan sér í marga mánuði.   Mér finnst þetta sambærilegt við að yfirmaður bráðamóttöku myndi bíða með að ráða lækna á vakt í viku ... allir væru farnir, kannski kemur enginn þá viku? ... og hann sleppur?  Léleg samlíking ... en samt, svona slóðaháttur og ábyrgðarleysi fer hrikalega í taugarnar á mér. 

Ég, 9.4.2008 kl. 21:29

4 Smámynd: Landi

Ja það er nokkuð ljóst að ég hefði ekki bara barið í borðið hefði einhver nákominn mér lent í svona,ég hefði hreinlega brotið það.

Landi, 9.4.2008 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband