er - Hausmynd

er

Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Þriðjudagsþankar: Að vera eða vera ekki ... Agile

Á verönd í norðanverðri Madrid í gærkvöldi lenti ég í athygliverðri umræðu um verkefnastjórnun í hugbúnaðargerð. Þeir sem þekkja mig vita að ég hef afskaplega sterkar skoðanir og það þarf lítið til að hita mig upp í umræðu um þau mál :) Í framhaldi af því ákvað ég að krota niður í skraf, nokkra punkta sem taka saman skoðanir mínar á þessum málum.

Að "vona" að hugbúnaðargerðin batni
Það sem mér finnst stóri punkturinn í þessum málum þessa dagana, er nokkurs konar "rót í myrkri" að aðferðarfræði sem reddar hugbúnaðargerðinni. Menn kaupa ráðgjöf, námskeið og vottun í Agile (Scrum eða annað) hugmyndafræði fyrir mikla peninga, og ætla með því að bjarga, eða minnsta kosti bæta aðeins, afleita áætlanagerð og ótryggan hugbúnað.

En reddar Agile málunum?
Ég þarf kannski ekki að taka það fram að ég er mikill Agile maður. Ég held að eina leiðin til að framleiða ákveðnar tegundir af hugbúnaði sé að styðjast við þær leiðbeiningar sem settar eru fram í hinum og þessum skjalsettum afbrigðum Agile.

Hins vegar, dettur mér ekki í hug eitt augnablik að Agile fræðsla reddi afleitri hugbúnaðarþróun ... aldrei! Hugbúnaðargerð byggist auðvitað alltaf á kláru fólki og samstilltum hóp. Ef fyrirtæki er ekki svo heppið að hafa þéttan hóp af afburða fólki, er kannski langsótt að bæta hugbúnaðargerðina með öðru en að skipta út fólkinu eða fræða það.

Fræðslan sem tengist Agile innleiðingu er alltaf til góða, en hún breytir ekki því fólki sem vinnur við þróunina nema að litlu leyti. Agile þjálfun er eins og margt annað .... rusl-inn ... rusl-út. Ef forritari eða verkefnastjóri hefur ekki aga til forrita eða stýra hugbúnaðarverkefni fyrir Agile innleiðingu, þá hefur viðkomandi ekki aga til þess að nýta þau tækifæri sem Agile umgjörð leggur til.

Agi
Agi og sjálfstraust eru lykilorð. Ég held að þeir séu vandfundnir leiðtogar (ég forðast viljandi að kalla þá verkefnastjóra) sem hafa sjálfstraust til að leiða verkefni gagnvart kúnnanum og eru líka nógu sterkir tæknilega til að skipuleggja verkefnið og fylgja því eftir með þeim aga sem þarf til. Oft verða bestu forritararnir verkefnastjórar af því þeir eru alla vega alveg pottþéttir á einni hlið málins. Ég leyfi mér að fullyrða að verðmæti þess þegar góðir hugbúnaðarleiðtogar eru til staðar í verkefni, er stórlega vanmetið.

Þeir sem hafa ekki þessa vandfundnu leiðtoga, verða í það minnsta að hafa umgjörð sem styður þróunina í átt til aga. Umgjörð hugbúnaðarþróunarinnar verður að vera skýr og gagnsæ fyrir alla aðila og hjálpa bæði verkefnastjórum og forriturum að skilja stöðu verkefnisins á hverju stigi, og skilja enn betur til hvers er ætlast í næsta skref.

Scrum
Þarna komum við að því af hverju Agile reddar ekki málunum. Þegar menn gefast upp á að koma upp umhverfi sem styður aga í hugbúnaðargerð, þá flýja þeir unnvörpum í faðm Agile. Þeir kaupa námskeið og þjálfun, helst í Scrum. Það er gott að geta sagst vera Agile. Það er gott að geta sagst vera með alvöru hugbúnaðargerð, það er gott að fá smá sjálfstraust, gott að vera vottaður … 

En hvað er Scrum? Scrum er eiginlega frekar almenn stjórnunarkennig sem hefur alla möguleika til að styðja við aga í hugbúnaðargerð. Úr kassanum, er Scrum ekki mikið meira en von um betri tíð, sem er kannski ástæða þess að þetta selst vel til stjórnenda, betur en aðrar kenningar sem eru með innbyggðar “engineering practices”. Scrum er samansafn af almennum fræðum, mjög góðum grundvallarreglum sem erfitt er að vera ósammála, en inniheldur litlar nákvæmar upplýsingar um hvernig á að innleiða hlutina. Af því leiðir að Scrum er fín byrjun til að kynna pælinguna án þess að styggja nokkurn mann.

Það er ekki fyrr en menn læra að nýta pælingarnar og innleiða þann mikla aga sem fylgir alvöru Agile hugbúnaðarþróun, að fer að reyna á. Það er ekki fyrr en menn fara að steypa hugbúnaðargerðina í ákveðið form að breytingastjórnunin fer að verða erfið … og skila árangri.


Skemmtilegur samanburður á HTC Touch og IPhone

Ég er rétt að byrja að nota HTC Touch símann sem ég vann á ráðstefnunni í Barcelona ... og við fyrstu sýn kemur hann mér nokkuð á óvart í usability (ég hef alltaf verið með Nokia síma .. og þessi jarðar alla Nokia síma í usability)

Það kom mér eiginlega meira á óvart að HTC síminn skyldi lifa af heads-on samanburð við IPhone. Ég held reyndar að 3rd party apps factorinn gerir Windows Mobile að miklu betri valkosti heldur en IPhone.

Anyways.. samanburðurinn er hér: http://www.slashphone.com/118/8771.html

htc1 

Raforka er að verða aðalmálið í tölvubransanum

Var á developer ráðstefnu í Barcelona í síðustu viku (TechEd) þar sem m.a. kom fram hjá Microsoft mönnum að raforka er að verða stóra málið í heimininum í dag.  Án þess að fara nánar út í dreifðan arkitektúr og raforkunotkun örgjörva :) ... þá var merkilegt að sjá pælingarnar um hvernig "þjónustumiðstöðvar" heimsins gætu á næstu árum orðið netþjónabú (lítil/stór) sem eru staðsett nærri ódýru rafmagni og góðri (vatns) kælingu.   Svona netþjónabú (t.d. frá Sun Microsystems) eru stundum bara gámar sem mannshöndin kemur hvergi nærri eftir að þeim er lokað og tengd eru við háspennustraum og vatnsinntak (fyrir kælingu).   

Ef við fáum almennilega internettengingu við útlönd þá þarf ekkert að byggja e-r risahús undir netþjónabú, bara koma upp aðstöðu og frísvæði fyrir svona gámablokkir þannig að við getum hostað hluta af "þjónustuvæðingu" heimsins.


Markaðsstjórinn hjá OpenHand nær að tengja símann sinn sem módem :)

Varð bara að besservissa aðeins þegar ég las þessa frétt ... ég notaði símann minn síðast í gær í sumarbústað sem módem yfir GPRS, og þurfti engan 3rd party hugbúnað til :)  Sé ekkert út úr heimasíðu OpenHand sem bendir til að þeir bjóði upp á e-a frekari þjöppun á gagnaflutningunum fyrir utan það sem hugsanlega tengist póstþjóna-extensionum fyrir Notes og Exchange .... hvað eru þeir að selja með þessari fréttatilkynningu?

Skemmtilegt annars þegar markaðsmennirnir eigna sér tækni sem kemur þeim í raun ekkert við.  Þetta minnir mig pínulítið á þegar Óli Daða seldi Lotus Notes (4.5 með póstclient dauðans :) ) sem Hugvitshugbúnað.  Snilldarsölumennska sem virkar og kemur stjórnendum inn í "comfort zone" af því þeir skilja ekki bofs hvað þeir eru að kaupa.   Það virkar samt ekki vel þegar það er ekki meira að gera hjá fyrirtæki á "póst" markaði að þeir hafi tíma til að skrifa svona "tómar" fréttatilkynningar sem vinir þeirra hjá mbl.is birta :)

 


mbl.is Auðvelt að tengjast netinu í sumarbústaðnum með OpenHand
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

When do sw processes apply?

Skrifað á ensku af því að það eru svona tveir sem hafa hafa bæði áhuga/skoðun á þessum pælingum og lesa íslensku :)

FYI, I completed my M.S. degree by implementing a software development process and measuring the benefit it delivered to the software organization involved. Even before the conclusion had emerged, I had convinced myself that formal processes in software development are more often than not overdesigned and unessessary. However, formal processes (including a single checklist as a form of a stand-alone process) do sometimes apply and a recent posting from Alistair Cockburn sparked my to write this reminder for myself that processes do sometimes apply. Most of this is copied from his posting ...

  • "When staff turnover is high. Not just at fast food restaurants, but also in sw dev, some houses have high turnover. When staff turnover is low, the embodied organizational knowledge lies in many people, who can pass it along personally to the newbies personally ..... "

    This in mho has to do with keeping the ball rolling as, given that the organization is hiring intelligent developers, will spend too much time wondering about how things should be done and improving work traditions, barely seeing their intelligent work traditions being put to the test .... before leaving. When the turnover is high, putting short-stop developers into code/application context is expensive enough, the organization can't afford thinking work practices from scrach every 6-8 months.
  • "When the organization grows. Same as above but not because the oldies left, rather because the rate of arrivals is just too great, or they are located too far from the campfire."

    Usually the fast growing organizations are also swamped with projects, with key players buzy as hell, and nobody has the complete "rulebook" in her head to explain to the new arrival.
  • "When we want not to forget something (the checklist aspect of processes). I know the pilots know how to check everything before takeoff, but I'm still happy they walk down their checklist."

    Despite my previous statement regarding process overdesign, I think checklists are in many cases extremely useful and contribute greatly to effective risk management.
...phew, this was more than I intended ...

Hvert er hlutverk agile verkefnastjóra?

Ég rakst á nokkuð fínt summary um hlutverk verkefnastjóra í agile PM.  Fínt til að starta tölvur og tækni tagginu mínu.

Skoða grein

Ég veit ekkert hvort ég ætla að nota þetta blogg í svona agile/tech bookmark stuff ...,.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband