14.3.2008 | 13:42
Opnar á endalausa vitleysu ... !
Ekki misskilja mig, ég hef fulla samúð með kennaranum, ég kenndi 11 ára bekk í 3 daga í forföllum fyrir vinkonu mína einu sinni og ber ómælda og endalausa virðingu fyrir því fólki sem gefur sig í að ala upp annarra manna ólátabelgi ...
... en ef íslenskir foreldrar eiga það á hættu að fá reikning upp á 10 milljónir heim með barninu úr skólanum, þá erum við í ruglinu. Ef kennarar slasast í vinnunni, þá er það sveitarfélags eða ríkis að standa bak þeim. Eigum við að opna dyrnar gagnvart málsóknum yfir einu og öllu sem uppá kemur í skólunum? Hvað með börnin sem meiðast í skólanum? Ef Gunna lemur Kristján Örn :) ... fer Kristján þá í mál við Gunnu vegna þess að hann þjáist af hausverkjum? Biður um 5 millur? Eða er það bara starfsfólkið sem er varið gagnvart ofbeldi barna?
Hversu vænlegt er það nú fyrir illa launaða kennara þessa lands að láta á það reyna hvort bekkjastríðnin og andlegt ofbeldi sem krakkar beita ... sé kannski líka 10 milljóna virði? ;)
Þessu verður snúið í Hæstarétti ...annað er ekki hægt.
Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það virðist vera orðið þjóðarsport að kæra náungann. Þetta fer að verða eins og í Ameríku, ef einhver rífur buxur á girðingunni minni þá má ég eiga von á fleiri milljóna reikningi vegna andlegrar pínu sem viðkomandi hlaut af því að hafa rifið uppáhaldsbuxurnar sínar, sem móðursysturbróður Bubba Morthens gaf honum áritaðar í fermingargjöf. Eða eitthvað álíka. En án gríns: Til hvers eru tryggingar eiginlega? Var þetta ekki vinnuslys?
Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 14:32
já svona er ísland í dag 3 mánuðir fyrir nauðgun
10 millur á 11 ára barn og reyna örugglega að eyðileggja lífið fyrir því.
ég held að íslendingar ættu að gera einkvað í sýnum málum sambandi við þetta dómskerfi í landinu. það er ENGINN STJÓRN Á ÞESSU!! og ég sem foreldri ætla ekki að senda barnið mitt í skólan næstu vikur, vil frekar flytja úr landi heldur en að eiga þá hættu að fá 10 miljóna reikning heim með barninu og rústa lífinu fyrir fjölskylduni.
eva (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 14:52
Eva mín! Þetta er allt í lagi það er að koma páskaleyfi í skólum landsins. Þú getur verið róleg heima með barninu þínu
Þessi dómur opnar umræður fyrir málefni um skyldur og ábyrgð barna hvar sem þau eru í umhverfinu. Mjög gott mál.
Ánægður (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 15:10
já eða mæta með barninu í skólann!! nei án gríns á maður að vera á taugum að senda barnið í skólan?? á skólinn ekki að taka ábyrgð á þessu eða var kennarinn ekki með vinnutryggingu?? hvað er að?? svo var búið að leggja þetta barn í einelti. Þetta eru bara BÖRN!!!!!
eva (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 15:22
Það hefur nú hingað til verið talið sjálfsagt að samfélagið bæri sameiginlega ábyrgð á slysum sem verða óvart.
Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 15:24
Það er e-ð bogið við þennan dóm. Miðað við það sem ég lærði í skaðabótarétti er það stelpan sem á að borga skaðabótakröfuna.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 16:32
Kæri Ánægður
Sælir eru einfaldir.
Kv GLG
Guðjón Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 19:32
Fullur, þú ert ekki alveg að skilja þessar umræður. Það er verið að tala um FATLAÐ 11 ÁRA BARN.
Móðir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 19:46
Takk fyrir kommentin. Ég held að almennt sé fólk sammála um að kennarinn eigi rétt á einhverjum bætum, en andskoti erum við komin langt vestur ef foreldrið á að bæta örorkutjón sem barn veldur... sama hvort það er fatlað, hafi verið æst upp með einelti eða hvaða aðrar ástæður liggja að baki því að hún rennir hurðarkvikindinu með þessu afli.
Það er ekki hægt að láta nokkurt 11 ára barn, bera 10 milljón króna tjón, því þessi stúlka ber sannarlega þetta tjón alla ævi, jafnvel þó móðir hennar sé skrifuð fyrir bótunum!
Hvaða ábyrgð ber skólinn að leggja slíkar slysagildrur í veg nemendana, getið þið ímyndað ykkur tjónið ef þetta hefði lent á litlu barni? ... samt er skólinn (og þar með sveitarfélagið) sýknaður!
Ég, 14.3.2008 kl. 21:40
Fullur ... ég held ég sé alveg temmilega nojaður yfir þessu :), en veit (án þess að vera sérstaklega lögfróður) að þessu verður snúið í Hæstarétti. ... ef þú átt barn, þá er það örugglega ekki orðið 11 ára .. .eða? :)
Held að allir foreldrar barna í grunnskólum landsins hafi fengið léttan hroll yfir þessari frétt.
Ég, 14.3.2008 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.