22.7.2007 | 12:03
Markaðsstjórinn hjá OpenHand nær að tengja símann sinn sem módem :)
Varð bara að besservissa aðeins þegar ég las þessa frétt ... ég notaði símann minn síðast í gær í sumarbústað sem módem yfir GPRS, og þurfti engan 3rd party hugbúnað til :) Sé ekkert út úr heimasíðu OpenHand sem bendir til að þeir bjóði upp á e-a frekari þjöppun á gagnaflutningunum fyrir utan það sem hugsanlega tengist póstþjóna-extensionum fyrir Notes og Exchange .... hvað eru þeir að selja með þessari fréttatilkynningu?
Skemmtilegt annars þegar markaðsmennirnir eigna sér tækni sem kemur þeim í raun ekkert við. Þetta minnir mig pínulítið á þegar Óli Daða seldi Lotus Notes (4.5 með póstclient dauðans :) ) sem Hugvitshugbúnað. Snilldarsölumennska sem virkar og kemur stjórnendum inn í "comfort zone" af því þeir skilja ekki bofs hvað þeir eru að kaupa. Það virkar samt ekki vel þegar það er ekki meira að gera hjá fyrirtæki á "póst" markaði að þeir hafi tíma til að skrifa svona "tómar" fréttatilkynningar sem vinir þeirra hjá mbl.is birta :)
Auðvelt að tengjast netinu í sumarbústaðnum með OpenHand | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
Sæll og blessaður
Í OpenHand felst lausn sem býður notanda upp á nokkurs konar "thin client" í fartölvuna. Sé þessi client notaður er kostnaður vegna gagnamagns mun minni en ef póstur er skoðaður í gegnum vafrara. Þessi eiginleiki er viðbótarvirkni við þjónustu OpenHand fyrir farsíma. Í þeirri lausn felst tæmandi aðgangur að öllum upplýsingum sem liggja á póstþjóni án þess að þurfa að synka þær yfir á tækið. Það felur í sér mikinn sparnað í gagnamagni án þess að fórna aðgengi að upplýsingum.
Kostnaður við OpenHand (með gagnamagni) er um 2.000 krónur á mánuði. Dæmi síðan hver fyrir sig hversu mikil mjólkun það er.
Býð þér hér með í heimsókn í kaffi og spjall til að fá betri útskýringar á lausninni.
Vertu velkominn í Hafnarstræti 19
kv
Davíð
Davíð (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 10:59
Takk fyrir útskýringuna Davíð ... Fréttatilkynningin á mbl.is var bara fluff svo það býður upp á svona besserviss þegar maður hefur lesið of mikið af blöðru-tilkynningum. Sé að það eru meiri upplýsingar í tilkynningunni sem þið settuð á heimasíðuna .... sammála 2000 spírur eru fljótar að borga sig upp ef þetta sparar gagnamagn að e-u ráði :)
Ég, 25.7.2007 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.