30.5.2007 | 12:43
Ég þoli ekki hyper-hressa sölumenn!
Rugludallar. Kafli 1.
Ég þurfti í morgun að rífast við Remax fasteignasala út af ótrúlegu klúðri sem kostar mig heilmikið vesen (en svo sem ekki heilmikla peninga ennþá 7-9-13...) Ekki það að allt hafi verið honum einum að kenna en þvílíkt hvað ég þoli illa svona rugludalla sem hafa spilað goody-chitt-chatt-gæjann allt sitt líf, komist upp með það og haf "þetta-reddast celluna á sterum í hausnum á sér. Heilsa kúnnum með "bleeezaður" og blikki. Ég vill ekki að svoleiðis fólk komist nálægt fjármálunum mínum!
No-nonsense: Kafli 1
Hins vegar .... fór ég í Eico um daginn að kaupa loftnet. Þar tók á móti mér no-nonsense sölumaður sem seldi mér nákvæmlega það sem ég þurfti. Var ekki fúll yfir hvað ég vissi lítið um þessi mál (eins og ég hef lent í hjá annarri búð), heldur útskýrði bara málið og seldi mér (líklega :) ) bara nákvæmlega það sem ég þurfti og sleppti því hæfilega að vera hressi-gæinn. Ég mun alltaf byrja rafmagnsvöruleit í Eico hér eftir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.