er - Hausmynd

er

Færsluflokkur: Bloggar

Hvar verður 82 milljarða tekjuafgangur ríkisins um jólin?

Vek athygli á grein á visir.is frá dóttur einstæðrar móður, öryrkja, sem er eins og margir aðrir að bögglast í gegnum það að ná endum saman ... nú sem aldrei fyrr. 

http://www.visir.is/article/20071207/SKODANIR03/112070212

Ég tek mig hér með til og endurbirti bara jólabloggið frá síðasta ári.  Það hefur ekkert breyst og ekkert í farvatninu sem bendir til þess að verið sé að vinna í málunum.   Ég er ekki illa í sveit settur en mér blöskrar hvernig skattpeningunum mínum er jafnað út í þetta þjóðfélag!!  Pétur Blöndal, hvar er endurskoðun almannatryggingakerfisins?

 "Stöðugt áreiti og safnanir síðustu vikna til styrktar bágstöddum hafa vakið mig til umhugsunar um íslenska velferðarkerfið.  Er hugsanlegt að við séum í algeru rugli með þetta?   Mér finnst ótrúlegt að öllum þessum trilljörðum sé eytt í velferðarkerfi og svo þurfa e-r sjálfboðaliðar að standa í að hlaupa yfir hálendið, skríða eftir hafsbotni og vera með almenn fíflalæti til að safna peningum til að langveik börn, fatlaðir og geðveikir eigi séns á að lifa lífinu með smá virðingu?  Á sama tíma væla millistéttahópar yfir því að fá ekki vaxtabætur vegna þeir hafi gert ráð fyrir þeim þegar þeir keyptu einbýlishús í uppsveiflunni??? Eruð þið að grínast??  Ég ekki kominn tími til að e-r refactori kerfið frá grunni þannig að það þjóni sem alvöru öryggisnet fyrir þá hafa ekki tök á að taka þátt í kapphlaupinu!?"


Hafa feður stúlkanna heimsóknarrétt í fangelsið?

Ég fæ alveg í magann þegar ég les svona fréttir.  Ef heimildir laga leyfa ekki lengri dóm en 2,5 ár þá á að á að hleypa feðrum þessara stúlkna einum inn í herbergi með brotamanni í 15 mínútur í senn, hvern einasta mánuð sem kvikindið situr inni.  Bara til að ræða aðeins málin ... !  Það myndi örugglega kenna einhverjum að forðast freistingar sem kunna að malla í þeirra "veika" huga! (andsk.... þetta eru ekki veikindi ... þetta er pure evil!)

 Og annað ... þessar sektir eru furðulegar.  Af hverju ekki að gera manninn gjaldþrota fyrir lífstíð?? Hann hefur gert þessar stúlkur tilfinningalega gjaldþrota! Það fyrnist ekkert á 5 árum. 

Args hvað ég varð reiður þegar ég las þetta!


mbl.is Dæmdur í 2½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 6 stúlkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki tímaspursmál að ruslpóstur (og prentuð dagblöð?) verði skattlagt út?

Við ættum að vera fyrsta þjóðin til að hverfa frá því að það sé default að blöð séu prentuð.  Þetta er ótrúlega mikið 19.aldar fyrirbæri :)  Aðalmálið er kannski ekki endilega pappírinn sem við sitjum uppi með .. .heldur kostnaðurinn og mengunin við að prenta og dreifa þessu fyrir 2 mín attention? 

Það á bara að gefa öllum íslendingum svona lítið notebook til að skoða fréttir og dreifa þessum kvikindum digital.  Ég er viss um að það eru ekki nema 3-4 ár í að þér finnist þetta ekkert fáránlegt! Mér finnst þetta obvious skref!  ... þó fólk sé kannski ekki almennt tilbúið.


mbl.is Leitað leiða til að draga úr blaðaúrgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég fylgdist með í Madrid

Ég var kaddí hjá BL um helgina (sorry ... en maður verður bara að monta sig þegar svona tækifæri gefst (gaman líka að fylgjast með hvort þetta hreyfir ekki örlítið counterinn á síðunni :) )  

Snilld að fá svona innsýn inn í veröld atvinnugolfarans eftir að hafa bara fylgst með þessu í sjónvarpinu.  Ég er með ca 4 í forgjöf en þvílíkt himinn og haf á milli þess venjulega (meistaraflokks)golfs sem maður þekkir heima og þessara snillinga.  Play-of-the-day hæfir taktar hvað eftir annað hjá BL en grimmur leikur að eitt "dularfullt" högg standi á milli hans og topp-20-baráttu.


mbl.is Birgir: „Hvernig er hægt að slá 200 metra með 5-járni?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skara eld að eigin kaupréttarköku

Svansson með ágæta útskýringu á kaupréttarsamningasvindlinu í REI málinu.  Dregur fram einfalda mynd af því hvernig menn eru að búa til peninga handa sjálfum sér.

http://eyjan.is/goto/svansson/


Auðlindir á útsölu! Hvar er Che þegar við þurfum á honum að halda!

Horfandi á þetta Orkuveitumál utan úr "heimnum" ... þá finnst mér með ólíkindum að þetta skuli ganga í gegn og talað um að verið sé að færa borgarbúum 50ma. í gróða.  Sá gróði verður léttvægur í ljósi sögunnar.  Léttvægur!! 50ma. verða skiptimynd í þeirri auðlindaumræðu sem fram fer hér á landi eftir 10-15 ár.  Þessir menn vita alveg hvað þeir eru að gera ... þeir eru sniðugir businessmenn, þeir eru búnir að tryggja sér kauprétt í orkubúinu Ísland! 

Stjórnmálamenn á Íslandi eru allir annað hvort að spila með auðmönnunum til að skara eld að sinni köku eða þeir eru lufsur sem þora ekki að styggja auðmennina ef þeim skyldi nú verða boðið í liðið.  Við kjósum þetta lið samt!

Hvar er Che þegar við þurfum á honum að halda! (snökt snökt)


Ég var á leiknum ... Real getur ekki neitt!

Ég var á leiknum í gær í Getafe.  Þvílíkt og annað eins, Real gat ekki neitt, voru eins og amöbur á móti léttspilandi liði Laudrups.  Getafe fékk ca 10 dauðafæri í leiknum en Madrid 2 og skoruðu úr öðru þeirra.   Ég sá líka leikinn gegn Real Betis á Bernabeu og þeir voru hundleiðinlegir þar ... fyrir utan að Robben er alger snillingur! Ég skal loka þessari leiðinda bloggsíðu ef Real verður meistari :)

 Ég er hættur við að vera Real aðdáandi hérna í Madrid ... þó það sé skemmtilegt að fara á Bernabou :)  Ætla að snúa mér að miklu skemmtilegra liði Atletico þó það sé mun lengra að fara á völlinn þar.  Held með Getafe í botnbarátunni, þeir voru svo miklu betri í gærkvöldi.


mbl.is Ramos skaut Real Madrid á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herrey's 1984 - alger snilld

Þetta er árið sem núverandi útskriftarárgangur úr B.s. námi fæddist .... pæliðíþví :)

http://eurovision.blog.is/blog/eurovision/video/1732/


Fólk sem tekur alkaseltzer oftar en 3svar í viku líklegra til að valda umferðarslysum ...

... á maður þá að panica yfir alkaseltzernum eða ... ? Þetta fer nú að verða gott með þessar fylgnirannsóknafréttir, þetta er örugglega rannsókn hjá félagsvísindadeild Boston University um það hversu margir fjölmiðlar lepja upp svona "ekki-fréttir" ... og hvernig er hægt að nýta læknisrannsóknir til að stýra neyslumynstri á hverju sem verða vill með því að fá fram "fylgni" :) 
mbl.is Sykurlausir gosdrykkir hafa sömu áhrif á heilsu fólks og sykraðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Listaleikhópur á Landsspítalanum

Fór með litlu í hennar reglulegu blóðprufu á Landsspítalanum í fyrradag.  Hef lent í afskaplega misjöfnu (en oftast ágætu) bæði við Hringbraut og Fossvogi þegar kemur að þessum blóðprufum en lenti á e-i "Háskólavakt" þarna þar sem stelpurnar fóru hamförum í að skemmta litlu dömunni.  Þær lögðust allar á eitt til að hún hefði ekki hugmynd um hvað var í gangi :)  Það kom varla væl frá skvísunni. Algert snilldarframlag hjá þeim ... nú er bara að grafa upp vaktaplan til að sigta inn á þennan leikhóp aftur :)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband