er - Hausmynd

er

Heilbrigðara kosningafyrirkomulag takk!

Hvernig eigum við að brjóta upp núverandi stöðnun í pólitíkinni á Íslandi? Hvernig getum við fengið betri endurnýjun þingmanna og komið alvöru fólki á þing ... ekki bara flokkshollum ungliðum sem hafa fæstir migið í saltan sjó og helgað sig pólitísku klifri frá því þeir byrjuðu í MH :) 


Ég held að besta leiðin sé að leyfa kjósendum að raða fólki í sæti á kjörseðlinum og velja fulltrúa frá fleiri en einum flokki á seðlinum. Á þann hátt væru stjórnmálamenn háðari því að standa sig gagnvart kjósendum .... það skipti minna máli að sanna sig gagnvart flokksmaskínunni til að lenda í ?öruggu þingsæti?
Með þessari leið gætu menn samt fylgt sér í ?lið? á kjörseðlinum og flokkurinn séð um kynningu á sínu fólki og jafnvel lagt til röðun á lista ... en lokaröðun væri undir kjósendum komið.

Þetta kerfi opnar á nýtt fólk í núverandi flokkaskipulagi ... það eykur líkurnar á öflugri endurnýjun, því nýir flokkar þurfa gríðarlega þolinmæði og fjármagn til að keppa við fjórflokkinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband