Ég held að besta leiðin sé að leyfa kjósendum að raða fólki í sæti á kjörseðlinum og velja fulltrúa frá fleiri en einum flokki á seðlinum. Á þann hátt væru stjórnmálamenn háðari því að standa sig gagnvart kjósendum .... það skipti minna máli að sanna sig gagnvart flokksmaskínunni til að lenda í ?öruggu þingsæti?
Með þessari leið gætu menn samt fylgt sér í ?lið? á kjörseðlinum og flokkurinn séð um kynningu á sínu fólki og jafnvel lagt til röðun á lista ... en lokaröðun væri undir kjósendum komið.
Þetta kerfi opnar á nýtt fólk í núverandi flokkaskipulagi ... það eykur líkurnar á öflugri endurnýjun, því nýir flokkar þurfa gríðarlega þolinmæði og fjármagn til að keppa við fjórflokkinn.
Þetta kerfi opnar á nýtt fólk í núverandi flokkaskipulagi ... það eykur líkurnar á öflugri endurnýjun, því nýir flokkar þurfa gríðarlega þolinmæði og fjármagn til að keppa við fjórflokkinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.