19.8.2008 | 14:52
Pólitískur Jackass sem veitir notalegan kjánahroll
Skemmtilegt að hafa Ólaf í borgarpólitíkinni. Þetta er svona pólitíska útgáfan af Jackass. Maður veit að hann er að meiða sjálfan sig á hverri einustu uppákomu, og maður fær alveg "Múffulegan" kjánahroll .... grípur fyrir augun ... en kíkir svo í gegnum fingurna af því maður fær smá kikk út úr að horfa á þetta :)
Orginal Jackass-Steve var kominn inn á geðdeild skv síðustu fréttum ... en ég vona innilega að þessi sprelligosi fari betur út úr þessum pólitísku áhættuatriðum.
Ólafur F. til liðs við Frjálslynda flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég bara spyr, á manntetrið afturgengt í F? Hver vill starfa með honum eftir allar þær kollsteypur sem hann hefur tekið? Þeir hljóta að vera sama kaliber. Síðan að halda því fram að meirihluti Reykvíkinga vilji hafa flugvöllinn áfram er óskhyggja.
365, 19.8.2008 kl. 15:37
Synd að þetta hafi ekki gerst næsta vetur.... það hefði verið meira vit verið í því að skjálfa sér til hita þá...
Annars finnast mér borgarmálin alltaf þess eðlis að það eigi að vera hægt að kjósa fólk, þverpólitískt.
Langi Sleði (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.