er - Hausmynd

er

Tvíbent stjórnarsamstarf fyrir báða flokka?

Að því gefnu að megin-markmið stjórnmálaflokka sé að ná í fleiri atkvæði og meiri völd, þá velti ég því fyrir mér hvort þetta stjórnarsamstarf sé nokkuð tvíbent fyrir báða flokka?

Ef Samfylkingin nær að þykkja vinstri pakkann í þessari ríkisstjórn og láta líta út fyrir að 4 (2?) árum liðnum að jöfnuður hafi aukist, væri hún þá ekki um leið búin að milda ásýnd Sjálfstæðisflokksins?  Hvernig verður fyrir Samfylkinguna að stilla sér upp sem höfuð-mótvægi slíks flokks í næstu kosningum?  Væri Samfylkingin þá ekki búin að reka heim í Valhöll alla týndu Sjálfstæðissauðina sem flúðu á fjöll undir "harðlínustefnu" Davíðs?

Sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn.  Er ekki stórvarasamt að hleypa "höfuðandstæðingum" í stjórn á mesta góðæristíma í Íslandssögunni?  Nú loksins getur Samfylkinging látið til sín taka,  skerpt á stefnumálum og alið upp leiðtoga sem allt í einu spretta upp sem alvöru forystusauðir í næstu kosningum.  Þarna gæti Samfylkingin auðveldlega orðið credible valkostur við Sjálfstæðisflokkinn og hugsanlega 40% flokkur í næstu kosningum, val um vinsti stjórn?

Spurning hversu stapíl stjórnin verður þegar fólk áttar sig á þessum vinkli þegar líða tekur á kjörtímabilið :)  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ég

En þá verður leiðtoga/stefnukreppu Samfylkingar lokið og flokkurinn (hugsanlega) komin með credibility til að svara fyrir sig þannig að mark sé takandi á?

Ég, 24.5.2007 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband